Tjónabætur
Við sækjum bætur fyrir þig
Ef þú lendir í slysi gætir þú átt rétt á bótum
Við höfum áratugareynslu af rekstri slysamála
-
Við tryggjum að þú fáir þínar bætur
Hvernig er ferlið?
Að lenda í slysi er mikið áfall sem getur haft mikil áhrif á daglegt líf og heilsu. Mikilvægt er að hafa í huga að afleiðingar slysa geta komið fram vikum eða jafnvel mánuðum eftir slys. Því er sérstaklega mikilvægt að hafa ákveðin atriði í huga til þess að tryggja þinn rétt ef þú lendir í slysi.
Mikilvægt að leita læknisaðstoðar strax eftir slys
Ef þú lendir í slysi skaltu leita þér læknisaðstoðar eins fljótt og auðið er — hvort sem er á heilsugæslu, spítala eða læknavakt.
Þetta er nauðsynlegt til að skrásetja orsakasamhengi slyssins og meiðslanna.
Ef langur tími líður áður en þú leitar aðstoðar, getur það haft neikvæð áhrif á bótaréttinn.
Hafðu samband við Tjónabætur og pantaðu viðtal
Það borgar sig að hafa samband við lögmann strax eftir slys.
Við bjóðum upp á frían viðtalstíma þar sem þú getur komið og fengið mat á því hvort þú eigir rétt á bótum.
Ef bótaréttur er fyrir hendi tökum við málið að okkur og gætum hagsmuna þinna frá upphafi til enda. Þú getur einbeitt þér að bata — við sjáum um ferlið.
Við tilkynnum slysið til tryggingarfélagsins
Við tilkynnum slysið til viðeigandi tryggingarfélags og tryggjum að réttindi þín séu virt í bataferlinu.
Bataferlið
Ef þú hefur lent í slysi þá mælum við með að leita til sjúkraþjálfara í bataferlinu. Með því ertu að hámarka möguleikana á að þú náir fullum bata eftir slysið.
Þú átt rétt á að fá útlagðan sjúkrakostnað greiddan — Þú sendir okkur kvittanirnar og við sjáum til þess að þú fáir kostnaðinn endurgreiddan.
Mat á varanlegum afleiðingum
Þegar svokölluðum stöðugleikatímapunkti er náð, er fyrst tímabært að meta varanlegar afleiðingar slyssins.
Þá hefst matsferli þar sem við öflum allra nauðsynlegra gagna fyrir þína hönd svo hægt sé að meta afleiðingar slyssins.
Mat á varanlegum afleiðingum slyssins er unnið af einum eða tveimur sérfræðingum.
Uppgjör bóta
Á grundvelli matsgerðar um varanlegar afleiðingar gerum við kröfu um skaðabætur fyrir þína hönd.
Við tryggjum að þú fáir allar þær bætur sem þú átt rétt á.
Umsagnir viðskiptavina

"Ég fékk frábæra þjónustu frá Jónatan og hans fólki. Allt frá upphafi mætti mér virkilega gott viðmót, þau svöruðu hratt og örugglega öllum mínum fyrirspurnum og unnu mál mitt af mikilli fagmennsku. Ég upplifði að málið mitt skipti þau raunverulega máli og það hafi verið unnið af miklum metnaði. Ég mæli heilshugar með þessari lögfræðistofu fyrir alla sem vilja trausta, heiðarlega og góða þjónustu.“
Auður Arna
Hafðu samband
Contact us any time
Takk fyrir að hafa samband við Tjónabætur. Við munum hafa samband eins fljótt og kostur er.
Thank you for contacting us.
We will get back to you as soon as possible.
Please try again later.