Stofan
Jónatansson & Co Legal er óháð lögfræðistofa sem veitir alhliða lögfræðiþjónustu til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Okkar markmið er að veita virðisaukandi og trausta þjónustu á sem hagkvæmastan hátt fyrir okkar skjólstæðinga.
Stofan á rætur að rekja til ársins 1986 þegar Hróbjartur Jónatansson hæstaréttarlögmaður stofnaði Almennu málflutningsstofuna sf. ásamt föður sínum, Jónatan Sveinssyni hæstaréttarlögmanni. Árið 1991 sameinaðist Almenna málflutningsstofan s.f. annarri lögmannsstofu og fékk síðar nafnið AM Praxis.
Árið 2005 stofnaði Hróbjartur Jónatansson lögfræðistofuna Jónatansson & Co Legal.
Lögmenn Jónatansson & Co hafa frá upphafi lagt ríka áherslu á þjónustu við atvinnulífið og búa yfir víðtækri reynslu í ráðgjöf á flestum sviðum lögfræðinnar. Almenn lögfræðiaðstoð til einstaklinga er jafnframt mikilvægur þáttur í starfsemi stofunnar; lögmenn okkar hafa veitt fjölda skjólstæðinga trausta, skýra og hagnýta ráðgjöf og fylgt málum þeirra eftir af fagmennsku.
