Teymið





Hjá Jónatansson & Co. Legal starfar samhent teymi lögmanna með áralanga reynslu og fjölbreytta sérþekkingu. Við vinnum af fagmennsku og festu, með það að markmiði að tryggja viðskiptavinum okkar trausta þjónustu og árangur í hverju máli.


Lögmenn

Hróbjartur Jónatansson, LL.M.

Lögmaður  -  Eigandi

hj@jonatansson.is


Hróbjartur á áratuga feril að baki sem lögmaður en Hróbjartur hefur verið með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti frá árinu 1990. Hann hefur víðtæka reynslu af málflutningi fyrir öllum dómstigum auk þess sem hann hefur mikla reynslu á sviði fjármunaréttar, samkeppnisréttar, gjaldþrotaréttar, félagaréttar og kröfuréttar.


Hróbjartur hóf starfsferil sinn sem fulltrúi á lögmannsstofu Arnmundar Backman hæstaréttarlögmanns á árunum frá árinu 1984 til ársins 1986. Hann var meðstofnandi Almennu málflutningstofunnar, síðar AM Praxis  og starfaði þar á árunum 1986 til ársins 2005 en þá stofnaði hann Jónatansson & Co Legal.


  • Menntun

    Próf í lögfræði Háskóli Íslands (Cand juris) 1984

    Lokapróf í rekstrar-og viðskiptanámi, Endurmenntun Háskóla Íslands, 1998

    University of Virginia, USA, Master of Laws (LL.M,) 1999

    Próf í verðbréfaréttindum, 2000.

  • Málflutningsréttindi

    Málflutningsréttindi fyrir öllum dómstigum. 


    Hæstaréttarlögmaður frá árinu 1990.

  • Tungumál

    Enska, danska.

Jónatan Hróbjartsson, LL.M.

Lögmaður  - Eigandi

jh@jonatansson.is


Jónatan Hróbjartsson hóf störf hjá Jónatansson & Co. Legal árið 2020 og fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2021. Hann hefur víðtæka reynslu á fjölmörgum sviðum lögfræðinnar, þar á meðal í skaðabótarétti, kröfu- og samningarétti, fjármunarétti, gjaldþrotarétti og vinnurétti.



  • Menntun

    Duke University School of Law, USA, Master of Laws (LL.M) 2024


    Duke University School of Law, USA, Business Law certificate (2024)


    Próf í verðbréfaréttindum, 2022. 


    Háskóli Íslands, Mag.jur í lögfræði, 2019  


    Erasmus styrkþegi hjá Eötvös Loránd University 2018  


    Háskóli Íslands, BA í lögfræði, 2017

  • Málflutningsréttindi

    Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2021



  • Tungumál

    Enska og danska.



Sveinn Jónatansson

Lögmaður - Ráðgjafi

sj@jonatansson.is


Sveinn hefur víðtæka reynslu á mörgum sviðum lögfræðinnar og er hann með málflutningsréttindi fyrir öllum dómstigum. Sveinn hefur mikla reynslu á sviði verktaka- og útboðsréttar, félagarétti og skaðabótarétti svo dæmi séu tekin.

  • Menntun

    Cand. Jur frá lagadeild Háskóla Íslands 1995



  • Málflutningsréttindi

    Málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 1993


    Málflutningsréttindi fyrir Landsrétti og Hæstarétti


  • Tungumál

    Enska 




Gylfi Bergur Konráðsson

Lögfræðingur

gk@jonatansson.is

 

Gylfi hóf störf sem laganemi hjá Jónatansson & Co árið 2024. Áður starfaði hann í fyrirtækjaskrá Skattsins.


  • Menntun

    Meistaranemi í lögfræði 2024-2026.


    Háskóli Íslands, B.A.-gráða í lögfræði, 2024.


  • Félagsstörf

    Framkvæmdastjóri leigjendalínu Orators og Ölmu 2023-2026.



  • Tungumál

    Enska og danska.



Valgerður Jóhannesdóttir

Framkvæmdastjóri


vj@jonatansson.is


Valgerður er fjármálastjóri Jónatansson & Co og hefur starfað sem slíkur frá árinu 2009. Þar áður starfaði Valgerður sem fjármála- og starfsmannastjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.



  • Menntun

    Viðskiptafræðingur Cand. Oecon, Háskóli Íslands 1991


    M.Sc í Viðskiptafræði 2009 Háskóli Íslands


  • Tungumál

    Enska og danska.