Jónatansson & Co Lögfræðistofa  

Jónatansson & Co lögfræðistofa er óháð og veitir alhliða lögfræðiþjónustu til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga. Undanfarin 30 ár hefur stofan sinnt lögfræðiráðgjöf er snýr að öllum þáttum atvinnulífsins og jafnframt þeim álitaefnum sem snerta hagsmuni einstaklinga. Á lögfræðistofunni starfar samhentur hópur lögmanna með ólíkan bakgrunn sem gerir stofunni kleift að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni viðskiptavina sinna þar sem áhersla er lögð á faglega lögfræðiþjónustu, heiðarleg og vönduð vinnubrögð, trúnað og góð samskipti.

Tjónabætur - ef þú lendir í slysi

TJÓNABÆTUR er deild innan Jónatansson & Co. Lögmenn okkar búa yfir áratuga reynslu af rekstri slysa-og skaðabótamála og hefur stofan rekið fjölda slíkra mála fyrir innlendum dómstólum og úrskurðarnefndum auk þess að reka stór skaðabótamál erlendis.

Við erum vel í stakk búin til að aðstoða fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í hvers kyns tjónamálum.


 

Fréttir