Lögmenn Jónatansson & Co. Legal búa yfir víðtækri þekkingu á lagaumhverfi atvinnulífsins. Við gætum hagsmuna fyrirtækja – stórra sem smárra – með vandaðri lagalegri ráðgjöf, hvort sem um er að ræða vernd fjárhagslegra hagsmuna, samskipti við stjórnvöld og eftirlitsaðila eða málarekstur fyrir dómstólum.
Við þjónustum einstaklinga á hinum ýmsu réttarsviðum svo sem við kaup og sölu fasteigna, í vinnusamböndum, í ýmsum samningssamböndum á sviði vöru og þjónustu, sakamál, og skipti á dánarbúum svo dæmi séu tekin.
Málflutningur & Ráðgjöf
Lögmenn Jónatansson & Co. hafa áratugareynslu af málarekstri fyrir öllum dómstigum. Lögmenn stofunnar greina lögfræðileg álitamál, veita ráðgjöf til samræmis við hagsmuni viðskiptavina sinna og gæta hagsmuna þeirra í samskiptum við stjórnvöld eða fyrir dómstólum ef þörf krefur.
Vönduð vinnubrögð við undirbúning og meðferð ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum eða dómstólum er forsenda farsællar niðurstöðu.
Fjármála- & verðbréfamarkaður
Við veitum lagalega ráðgjöf á á sviði fjármála- og verðbréfaréttar. Þjónustan nær bæði til ráðgjafar við samningsgerð, mats á réttarstöðu og hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum og dómstólum.
Kröfu- & samningaréttur
Við sérhæfum okkur í úrlausn ágreinings um kröfur og samninga, bæði innanlands og með alþjóðlegum tengslum. Þjónustan spannar ráðgjöf, samningsgerð, ágreiningsmál fyrir stjórnvöldum og dómstólum, sem og sáttamiðlun ef við á.
Hugverkaréttur
Við höfum sinnt gæslu hugverkaréttinda um langt árabil og verið í framvarðarsveit á því sviði. Við höfum gætt hagsmuna hugbúnaðarframleiðenda vegna ólöglegrar dreifingar á hugbúnaði á Íslandi og aðstoðað höfunda og aðra sem eiga hugverkaréttindi við að tryggja hagsmuni sína í samningum.
Fasteignir & verktakaréttur
Lögmenn Jónatansson & Co. hafa víðtæka reynslu af rekstri mála sem varða fasteignir og verktakarétt. Við höfum gætt hagsmuna skjólstæðinga okkar í ágreiningsmálum er varða réttar efndir fasteignaviðskipta, nýbyggingar, verktakasamninga og galla í fasteignum.
Kaup og sala fyrirtækja
Lögmenn Jónatansson & Co. Legal hafa víðtæka reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja. Við veitum vandaða lagalega ráðgjöf ásamt nauðsynlegri samnings- og skjalagerð – þar sem öryggi og hagsmunir skjólstæðingsins eru ávallt í forgrunni.
Skaðabætur vegna líkams- og eignatjóna
Lögmenn Jónatansson & Co. Legal hafa áratugareynslu af rekstri slysamála, bæði á Íslandi sem og erlendis. Við gætum hagsmuna einstaklinga og fyrirtækja vegna líkams-og eignatjóna.
Lögmenn Jónatansson & Co. Legal búa yfir mikilli reynslu af vinnurétti. Við veitum ráðgjöf til fyrirtækja, stofnana og starfsmanna um réttindi og skyldur samkvæmt lögum og kjarasamningum, auk hagsmunagæslu í ágreiningsmálum fyrir stjórnvöldum og dómstólum.
Samkeppnisréttur
Lögmenn Jónatansson & Co. Legal hafa mikla reynslu á sviði samkeppnisréttar. Við veitum fyrirtækjum ráðgjöf um reglur samkeppnislaga, aðstoðum við samskipti við Samkeppniseftirlitið og gætum hagsmuna í ágreiningsmálum fyrir stjórnvöldum og dómstólum.
Ráðgjöf fyrir skemmti- og afþreyingariðnað
Lögmenn Jónatansson & Co. hafa mikla reynslu af lagalegri ráðgjöf á sviði afþreyingariðnaðar hér á landi, samningagerð tengdri henni og gæta hagsmuna innlendra, sem og erlendra fyrirtækja, gagnvart stjórnvöldum og fyrir dómstólum.