Ég lenti í slysi - hvað á ég að gera?

Jónatan Hróbjartsson • 23. maí 2025

Ef þú hefur lent í slysi þá gætir þú átt rétt á bótum.

Ferlið við að sækja bætur vegna slyss getur verið tímafrekt og kvíðavaldandi - þess vegna leggjum við okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu við okkar viðskiptavini svo þeir geti einbeitt sér að bataferlinu og um leið tryggja þeim hámarksbætur.


Ef þú hefur lent í slysi þá er mikilvægt að gæta að eftirfarandi atriðum svo þú fyrirgerir þér ekki bótarétti þínum:


Mikilvægt að leita læknisaðstoðar strax eftir slys


Ef þú lendir í slysi skaltu leita þér læknisaðstoðar eins fljótt og auðið er — hvort sem er á heilsugæslu, spítala eða læknavakt. Mikilvægt er að hafa í huga að afleðingar slyss geta komið fram mun seinna eða ágerst með tímanum. Saklaus hnykkur getur undið upp á sig og versnað með tímanum. Því borgar það sig að fara til læknis og láta skrásetja slysið og þau meiðsli sem þú varðst fyrir.


Þetta er nauðsynlegt til að sýna fram á orsakasamhengi milli slyssins og meiðslanna. Ef langur tími líður áður en þú leitar aðstoðar, getur það haft neikvæð áhrif á bótaréttinn.



Pantaðu viðtal hjá Tjónabótum


Það borgar sig að hafa samband við lögmann strax eftir slys.


Við bjóðum upp á frían viðtalstíma þar sem þú getur komið, án nokkurrar skuldbindingar, og fengið mat á því hvort þú eigir rétt á bótum.


Ef bótaréttur er fyrir hendi þá tökum við málið að okkur og gætum hagsmuna þinna frá upphafi til enda.


Þú getur einbeitt þér að bata — við sjáum um ferlið.



Tilkynning til tryggingarfélags


Við tilkynnum slysið til viðeigandi tryggingarfélags og tryggjum að réttindi þín séu virt í bataferlinu. Við mælum ávallt með því að fólk leiti sér aðstoðar sjúkraþjálfara eða annarra sérfræðinga svo líkurnar á bata verði sem mestar.


Þú átt rétt á að fá útlagðan sjúkrakostnað greiddan — við sjáum til þess að það gerist.



Mat á varanlegum afleiðingum


Þegar nægur tími er liðinn frá slysinu hefst matsferli til að meta varanlegar afleiðingar.
Matið fer fram hjá einum eða tveimur sérfræðingum. Á grundvelli þess gerum við um hámarksbætur fyrir þína hönd svo þú fáir það sem þú átt rétt á.



Engar bætur – engin þóknun


Það er þér algjörlega áhættulaust að leita til okkar - Ef þú átt ekki rétt á bótum greiðir þú okkur enga þóknun.



Uppgjör bóta


Ef þú átt rétt á bótum aðstoðum við lokauppgjör málsins og gerum kröfu á tryggingarfélagið.


Okkar þóknun er ýmist hagsmunatengd eða samkvæmt tímaskráningu.


Við reynum eftir fremsta megni að krefja hinn bótaskylda um þóknun svo þú greiðir sem minnst fyrir okkar þjónustu.