Arnar Vilhjálmur Arnarsson er nýr lögmaður hjá Jónatansson & Co.

Arnar Vilhjálmur Arnarsson fulltrúi hjá Jónatansson & Co. hefur lokið við námskeið til öflunar málflutningsréttinda fyrir héraðsdómstólum og öðlast starfsheitið lögmaður frá og með 6. desember 2018. Arnar var einn af fimmtán lögfræðingum sem nýskráðir voru á námskeiðinu í haust og einn aðeins af fjórum til að ljúka því. Arnar starfar við ýmis mál hjá stofunni, einkum skaðabótamál og hefur hann áður sinnt bæði aðstoðarkennslu hjá Háskóla Íslands og kennslu prófundirbúningsnámskeiðs á sviði bótaréttar. Þá veitti hann Eiríki Jónssyni, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, aðstoð við rannsóknarvinnu vegna fræðiritsins Bótarétt III sem er væntanlegt. Verandi rétt rúmlega 25 ára við útskrift var hann yngstur af þeim sem útskrifuðust og er því í dag einn yngsti starfandi lögmaður landsins.