Persónuverndarstefna 

 

JÓNATANSSON & CO  lögfræðistofa ehf. 

I. Almennt

Jónatansson & Co lögfræðisstofa ehf., kt. 5307050560, Suðurlandsbraut 6 (4. hæð), 108 Reykjavík (hér eftir einnig „J&CO“, „við“ eða „félagið“) er umhugað um persónuvernd og við viljum að þú vitir hvernig við söfnum, notum og birtum persónuupplýsingar. Persónuverndarstefna þessi nær til persónuupplýsinga sem varða einstaklinga sem eru í viðskiptum við félagið, einstaklinga sem hafa samband við félagið, tengiliði sem koma fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið, sem og aðra tengiliði (hér eftir sameiginlega vísað til „viðskiptavinir“ eða „þú“).  

 

II. Tilgangur og lagaskylda

J&CO leitast við að uppfylla hvívetna persónuverndarlöggjöf og er stefna þessi byggð á gildandi persónuverndarlögum, sem og almennu persónuverndarreglugerðinni, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 206/679 frá 27. apríl 2016. 

 

III. Persónuupplýsingar og vinnsla Jónatansson & CO

Við söfnum og varðveitum ýmsar persónuupplýsingar um viðskiptavini okkar. Ólíkum persónupplýsingum kann að vera safnað um þig eftir því hvort þú ert sjálf/ur í viðskiptum við félagið eða hvort þú komið fram fyrir hönd lögaðila í viðskiptum við félagið.

 

IV. Miðlun til þriðja aðila  

J&Co kann að miðla persónuupplýsingum þínum til þriðja aðila, svo sem í tengslum við samningssamband þeirra við félagið, eða vegna lögfræðiþjónustu til þín eða þess fyrirtækis sem þú ert tengliður fyrir.  

Við kunnum einnig að afhenda þriðja aðila persónuupplýsingar þínar að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna, s.s. til stjórnvalda, dómstóla, gagnaðila í ágreiningi, vitna, samstarfsaðila viðskiptavina eða annarra hagaðila.  

Einnig gæti persónupplýsingum verið miðlað til þriðju aðila sem veita okkur upplýsingatækniþjónustu eða aðra þjónustu sem tengist vinnslu og er hluti af rekstri félagsins.  

Að lokum kunna persónuupplýsingar um þig að vera afhentar að því marki sem heimilað er eða krafist er á grundvelli viðeigandi laga eða reglna eða til að bregðast við löglegum aðgerðum eins og húsleitum, stefnum eða dómsúrskurði.  

 

V. Öryggi persónupplýsinga

J&Co leitast við að grípa til viðeigandi tæknilegra og skipulegra ráðstafana til að vernda persónupplýsinga með sérstöku tilliti til eðlis þeirra. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Dæmi um þetta eru aðgangstýringar í kerfum J&Co og dulritun gagna eftir atvikum. 

 

VI. Breytingar og leiðréttingar á persónuupplýsingum.  

Við leggjum mikið upp úr því að persónupplýsingar sem við vinnum með séu bæði réttar og viðeigandi. Því er mikilvægt að félaginu sé tilkynnt um allar breytingar sem kunna að verða á persónuupplýsingum þínum.  

Það er réttur þinn að fá óáreiðanlegar persónuupplýsingar um þig leiðréttar. Að teknu tilliti til tilgangs vinnslu persónuupplýsinga átt þú jafnframt rétt á að láta fullgera ófullkomnar persónuupplýsingar um þig, þ.m.t. með því að leggja fram frekari upplýsingar.

 

VII. Réttindi þín  

Þú átt rétt á að fá staðfest hvort við vinnum með persónuupplýsingar um þig eða ekki, og ef svo er getur þú óskað eftir aðgangi að upplýsingunum og hvernig vinnslunni er hagað. Þú átt rétt til að flytja eigin gögn. Þú átt rétt til leiðréttingar og eyðingar („réttur til að gleymast“). Einnig áttu rétt til að kvarta til eftirlitsvalds persónuverndar og til að andmæla hvers konar kynningarefni til beinnar markaðssetningar.  

Við ákveðna aðstæður getur þú óskað eftir því að persónuupplýsingum um þig verði eytt án tafar, t.d. ef vinnsla eða varðveisla upplýsinganna telst ekki lengur nauðsynleg miðað við tilgang vinnslunnar eða vegna þess að þú hefur afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu persónuupplýsingana og engin önnur heimild er til grundvallar vinslunni. Þú hefur alltaf heimild til að afturkalla samþykki þitt ef vinnslan er byggð á samþykki.  

Þá getur þú óskað eftir því að vinnsla upplýsinga sé takmörkuð. Þetta getur átt við þegar þú vilt ekki láta eyða upplýsingunum, til dæmis vegna þess að þú þarft á þeim að halda til að verjast kröfu, en vilt heldur ekki að þær séu unnar frekar á hálfu J&Co.  

Þú átt einnig rétt til þess að mótmæla vinnslu á persónuupplýsingum sé vinnslan byggð á lögmætum hagsmunum félagsins.  

Athuga verður að framangreind réttindi þín eru ekki fortakalaus. Lög kunna að skylda okkur til að hafna beiðni um eyðingu eða aðgang að gögnum. Þá getur félagið hafnað beiðni þinni vegna réttinda félagsins, s.s. á grundvelli hugverkaréttar, eða réttinda annarra aðila, s.s. til friðhelgi einkalífs, telji félagið þau réttindi vega þyngra.  

 

VIII. Tengiliðaupplýsingar og kvörtun til persónuverndar

Ef þú hefur einhverjar spurningar eða óskar eftir að nýta þér réttindi þín sem lýst er í stefnu þessari, vinsamlegast hafðu samband við okkur, sbr. 9. gr. í stefnu þessari.   

Ef þú ert ósátt/ur við vinnslu félagsins á persónuupplýsingum getur þú sent erindi til Persónuverndar (www.personuvernd.is).  

 

IX. Samskiptaupplýsingar

Þú getur haft samband við okkur í gegnum neðangreindar samskiptaleiðir: 

Jónatansson & Co lögfræðisstofa  

Suðurlandsbraut 6 (4hæð)  

108 Reykjavík 

Tölvupóstfang: info@jonatansson.is 

Sími: 533-3434

 

X. Endurskoðun persónuverndarstefnu

J&Co áskilur sér allan rétt til þess að breyta persónuverndarstefnu þessari í samræmi við breytingar á lögum eða reglugerðum eða vegna breytinga á því hvernig félagið vinnur með persónuupplýsingar.  

Breytingar taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu félagsins.  

15. júlí 2018.