Starfssvið

Hjá Jónatansson & Co er breið þekking á lagaumhverfi atvinnurekstrar s.s. á sviði banka- og fjármálaréttar, samkeppnisréttar, skaðabótaréttar, vinnuréttar og fasteigna- og skipulagsmála . Sérstök áhersla er lögð á heildaraðstoð við hverskonar fyrirtæki og einstaklinga á öllum sviðum atvinnulífisins. Í því felst m.a. aðstoð og gæsla á hverskonar fjárhagslegum hagsmunum, ráðgjöf vegna samskipta við hið opinbera og eftirlitsstofnanir og þjónusta við einstaklinga er víðtæk á flestum sviðum lögfræðinnar.

Við þjónustum einstaklinga á hinum ýmsu réttarsviðum svo sem við kaup og sölu fasteigna, í vinnusamböndum, í ýmsum samningssamböndum á sviði vöru og þjónustu, sakamál, og skipti á dánarbúum svo dæmi séu tekin.


Málflutningur & Ráðgjöf 

Í starfi lögmanna stofunnar felst að greina lögfræðileg álitamál, veita ráðgjöf til samræmis við hagsmuni viðskiptavina sinna og ná þeim hagsmunum fram fyrir stjórnvöldum eða fyrir dómstólum ef þörf krefur. 

Vönduð vinnubrögð við undirbúning og meðferð ágreiningsmála fyrir stjórnvöldum eða dómstólum er forsenda farsællar niðurstöðu. 


Fjármála- & verðbréfamarkaður

Við sinnum ráðgjöf og gætum hagsmuna fyrir fyrirtæki og einstaklinga vegna hverskonar álitaefna á sviði fjármála- og verðbréfamarkaðsréttar. Hagsmunagæslu fyrir einstaklinga í samskiptum við fjármálastofnanir sem og fyrir almenna fjárfesta gagnvart stjórnendum og ráðandi hluthöfum í fjármálastofnunum höfum við sinnt í miklum mæli frá 2008.


Deilur um kröfur & samninga

Við sinnum hagsmunagæslu vegna ágreinings um réttindi og skyldur í samningum af öllu tagi, á hvaða sviði sem er, hvort heldur um er að ræða ráðgjöf við samningsgerð eða mat á réttarstöðu vegna deilna um efndir samninga eða að halda fram lagalegum sjónarmiðum fyrir stjórnvöldum og dómstólum. Við sækjum mál fyrir dómstólum til heimtu fjárhagslegra hagsmuna eða tökum til varna fyrir dómstólum vegna krafna sem ágreiningur stendur um.


Hugverkaréttur & hagsmunagæsla

Hugverkaréttur af ýmsu tagi og verndun þeirra er óhjákvæmilegur fylgifiskur nútíma viðskipta.

Við höfum sinnt gæslu hugverkaréttinda um langt árabil og verið í framvarðarsveit á því sviði. Við höfum stundað hagsmunagæslu fyrir hugbúnaðarframleiðendur vegna ólöglegrar dreifingar á hugbúnaði á Íslandi og aðstoðað höfunda og aðra sem eiga hugverkaréttindi við að tryggja hagsmuni sína í samningum.


Fasteignir & verktakaréttur

Við sinnum hagsmunagæslu fyrir fasteignaeigendur. Umbjóðendur okkar á því sviði eru eigendur og kaupendur og seljendur fasteigna, verktakar og verkkaupar, leigusalar og leigutakar og aðrir þeir sem hafa fjárhagslegra hagsmuna að gæta við byggingu, kaup eða sölu á fasteignum.


Innleiðing á persónuverndar-reglum GDPR

Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir að innleiða persónuverndarreglur samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem byggjast á Evrópureglugerð (General Data Protection Regulation 2016/679). Sendu okkur fyrirspurn á info@jonatansson.is 


Tjónabætur.is

Við önnumst rekstur skaðabótamála vegna líkamstjóna. Vefurinn tjónabætur.is er í eigu Jónatansson & Co og þar má finna frekari upplýsingar um þjónustu okkar.